„Þetta var eins og heimsendir" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2017 19:00 Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára. Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára.
Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24