Erdogan segir ESB hafa leikið sér að Tyrklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný. nordicphotos/AFP „Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira