Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. júlí 2017 16:30 Dauðan fisk mátti finna í ánni vegna tilfellisins sem kom upp á föstudaginn. Mynd/Egill „Við fengum tilkynningu í síðustu viku um að það hefði komið upp mengun í Varmá úr regnvatnsstút sem liggur ít í læk sem síðan liggur út í Varmá,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. „Þetta virðist hafa verið einhverskonar hvítt efni sem lak út í ána en við vitum svosem ekki hvað það var.“ Vegfarendur í Mosfellsbæ hafa orðið varir við mengun og dauða fiska í Varmá. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur enn ekki fundist. Um helgina hafa íbúar í Mosfellsbæ deilt myndum á samfélagsvefjum þar sem sjá má mengun í Varmá. Áin virðist skýjuð og á sumum myndum má sjá dauða fiska í ánni.Þegar starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins mættu á svæðið hafði menguninni skolað burt. Finna mátti dauðan fisk sem gæti hjálpað við að finna út hverslags mengun var um að ræða.Mynd/Egill„Svo gerist það á föstudagskvöld að menn finna dauða fiska í ánni,“ segir Árni. „Svo núna um helgina heldur það á fram en við vitum í sjálfu sér ekki hvart það sé sami mengunarvaldur sem veldur því núna að fiskarnir drepast.“ Enn eigi eftir að finna út hver mengunarvaldurinn sé og hvar hann eigi sér upptök. Alltaf þegar fulltrúar eftirlitsins hafi mætt á svæðið hefur mengunin skolast burt. „Við höfum nokkur sýni af dauðum fiskum,“ segir Árni. „Við munum kanna það með fræðimönnum eða þeim sem eru vanir því að kryfja fiska hver dánarorsök þeirra er.“ Þá mun eftirlitið fylgjast vel með ánni og biður almenning einnig um að vera vakandi fyrir mengun sem þessari. „Það er náttúrulega mjög mikilvægt ef að fólk sér svona að tilkynna það inn til okkar og láti þá vita um staðsetningu og tíma og sendi þá myndir. Einnig að menn geri það sem fyrst svo að við náum á staðinn áður en mengunin er horfin,“ segir Árni. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Við fengum tilkynningu í síðustu viku um að það hefði komið upp mengun í Varmá úr regnvatnsstút sem liggur ít í læk sem síðan liggur út í Varmá,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. „Þetta virðist hafa verið einhverskonar hvítt efni sem lak út í ána en við vitum svosem ekki hvað það var.“ Vegfarendur í Mosfellsbæ hafa orðið varir við mengun og dauða fiska í Varmá. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur enn ekki fundist. Um helgina hafa íbúar í Mosfellsbæ deilt myndum á samfélagsvefjum þar sem sjá má mengun í Varmá. Áin virðist skýjuð og á sumum myndum má sjá dauða fiska í ánni.Þegar starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins mættu á svæðið hafði menguninni skolað burt. Finna mátti dauðan fisk sem gæti hjálpað við að finna út hverslags mengun var um að ræða.Mynd/Egill„Svo gerist það á föstudagskvöld að menn finna dauða fiska í ánni,“ segir Árni. „Svo núna um helgina heldur það á fram en við vitum í sjálfu sér ekki hvart það sé sami mengunarvaldur sem veldur því núna að fiskarnir drepast.“ Enn eigi eftir að finna út hver mengunarvaldurinn sé og hvar hann eigi sér upptök. Alltaf þegar fulltrúar eftirlitsins hafi mætt á svæðið hefur mengunin skolast burt. „Við höfum nokkur sýni af dauðum fiskum,“ segir Árni. „Við munum kanna það með fræðimönnum eða þeim sem eru vanir því að kryfja fiska hver dánarorsök þeirra er.“ Þá mun eftirlitið fylgjast vel með ánni og biður almenning einnig um að vera vakandi fyrir mengun sem þessari. „Það er náttúrulega mjög mikilvægt ef að fólk sér svona að tilkynna það inn til okkar og láti þá vita um staðsetningu og tíma og sendi þá myndir. Einnig að menn geri það sem fyrst svo að við náum á staðinn áður en mengunin er horfin,“ segir Árni.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira