Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. júlí 2017 16:30 Dauðan fisk mátti finna í ánni vegna tilfellisins sem kom upp á föstudaginn. Mynd/Egill „Við fengum tilkynningu í síðustu viku um að það hefði komið upp mengun í Varmá úr regnvatnsstút sem liggur ít í læk sem síðan liggur út í Varmá,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. „Þetta virðist hafa verið einhverskonar hvítt efni sem lak út í ána en við vitum svosem ekki hvað það var.“ Vegfarendur í Mosfellsbæ hafa orðið varir við mengun og dauða fiska í Varmá. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur enn ekki fundist. Um helgina hafa íbúar í Mosfellsbæ deilt myndum á samfélagsvefjum þar sem sjá má mengun í Varmá. Áin virðist skýjuð og á sumum myndum má sjá dauða fiska í ánni.Þegar starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins mættu á svæðið hafði menguninni skolað burt. Finna mátti dauðan fisk sem gæti hjálpað við að finna út hverslags mengun var um að ræða.Mynd/Egill„Svo gerist það á föstudagskvöld að menn finna dauða fiska í ánni,“ segir Árni. „Svo núna um helgina heldur það á fram en við vitum í sjálfu sér ekki hvart það sé sami mengunarvaldur sem veldur því núna að fiskarnir drepast.“ Enn eigi eftir að finna út hver mengunarvaldurinn sé og hvar hann eigi sér upptök. Alltaf þegar fulltrúar eftirlitsins hafi mætt á svæðið hefur mengunin skolast burt. „Við höfum nokkur sýni af dauðum fiskum,“ segir Árni. „Við munum kanna það með fræðimönnum eða þeim sem eru vanir því að kryfja fiska hver dánarorsök þeirra er.“ Þá mun eftirlitið fylgjast vel með ánni og biður almenning einnig um að vera vakandi fyrir mengun sem þessari. „Það er náttúrulega mjög mikilvægt ef að fólk sér svona að tilkynna það inn til okkar og láti þá vita um staðsetningu og tíma og sendi þá myndir. Einnig að menn geri það sem fyrst svo að við náum á staðinn áður en mengunin er horfin,“ segir Árni. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Við fengum tilkynningu í síðustu viku um að það hefði komið upp mengun í Varmá úr regnvatnsstút sem liggur ít í læk sem síðan liggur út í Varmá,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. „Þetta virðist hafa verið einhverskonar hvítt efni sem lak út í ána en við vitum svosem ekki hvað það var.“ Vegfarendur í Mosfellsbæ hafa orðið varir við mengun og dauða fiska í Varmá. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur enn ekki fundist. Um helgina hafa íbúar í Mosfellsbæ deilt myndum á samfélagsvefjum þar sem sjá má mengun í Varmá. Áin virðist skýjuð og á sumum myndum má sjá dauða fiska í ánni.Þegar starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins mættu á svæðið hafði menguninni skolað burt. Finna mátti dauðan fisk sem gæti hjálpað við að finna út hverslags mengun var um að ræða.Mynd/Egill„Svo gerist það á föstudagskvöld að menn finna dauða fiska í ánni,“ segir Árni. „Svo núna um helgina heldur það á fram en við vitum í sjálfu sér ekki hvart það sé sami mengunarvaldur sem veldur því núna að fiskarnir drepast.“ Enn eigi eftir að finna út hver mengunarvaldurinn sé og hvar hann eigi sér upptök. Alltaf þegar fulltrúar eftirlitsins hafi mætt á svæðið hefur mengunin skolast burt. „Við höfum nokkur sýni af dauðum fiskum,“ segir Árni. „Við munum kanna það með fræðimönnum eða þeim sem eru vanir því að kryfja fiska hver dánarorsök þeirra er.“ Þá mun eftirlitið fylgjast vel með ánni og biður almenning einnig um að vera vakandi fyrir mengun sem þessari. „Það er náttúrulega mjög mikilvægt ef að fólk sér svona að tilkynna það inn til okkar og láti þá vita um staðsetningu og tíma og sendi þá myndir. Einnig að menn geri það sem fyrst svo að við náum á staðinn áður en mengunin er horfin,“ segir Árni.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira