Alls 349 Íslendingar í 61 aflandsfélagi í skattagögnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:11 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin. Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin.
Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01
Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48