Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:48 Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira