Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:48 Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira