Fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn skattundanskotum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. maí 2017 20:48 Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira