Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2017 20:00 Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig. Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig.
Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira