Bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2017 09:00 Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum. Skotvopn lögreglu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira