Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2017 18:30 Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira