Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2017 18:30 Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira