Fjölskylduföðurnum vísað úr landi: „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2017 20:00 Regína, eiginkona Eugene. Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira