Fjölskylduföðurnum vísað úr landi: „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2017 20:00 Regína, eiginkona Eugene. Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira