Markið var í glæsilegri kantinum en Gylfi skoraði með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu.
Þetta er sjötta markið sem Gylfi skorar beint úr aukaspyrnu síðan í ágúst 2014, þegar hann gekk aftur í raðir Swansea. Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað jafn mörg mörk beint úr aukaspyrnum á þessum tíma og íslenski landsliðsmaðurinn.
Gylfi hefur tvisvar skorað beint úr aukaspyrnum gegn Aston Villa og Crystal Palace og einu sinni gegn Arsenal og Manchester United.
Hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu gegn Wigan 2012 þegar hann var lánsmaður hjá Swansea. Hann hefur því alls gert sjö mörk beint úr aukaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi bættist í dag einnig í góðan hóp manna sem hafa skorað í þremur leikjum í röð á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Hinir sem hafa afrekað það eru Sergio Agüero, Emmanuel Adebayor, Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka.
Gylfi Sigurdsson: Has now scored more free-kicks (6) than any other Premier League player since August 2014
— WhoScored.com (@WhoScored) April 30, 2017