Alli og Kane sáu til að Tottenham endar fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2017 17:15 Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 2-0 sigri á Arsenal í dag. Þetta var síðasti leikur liðanna á White Hart Lane en Tottenham flytur sem kunnugt er á nýjan leikvang fyrir tímabilið 2018-19. Á næsta tímabili spilar Spurs á Wembley. Þetta var níundi sigur Tottenham í röð og hann tryggir að liðið endi fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár. Tottenham fékk bestu færin í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Spurs tryggði sér svo sigurinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Á 55. mínútu skoraði Dele Alli með skoti af stuttu færi eftir að Petr Cech varði frá Christian Eriksen. Skömmu síðar dæmdi Michael Oliver vítaspyrnu eftir að Gabriel braut á Harry Kane innan vítateigs. Kane fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki og Tottenham fagnaði góðum sigri á erkifjendum sínum.Giroud komst lítt áleiðis gegn varnarmönnum Tottenham.vísir/gettyHér fyrir neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í dag. 17:24: Leik lokið! Tottenham vinnur afar sanngjarnan sigur og endar því fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár.17:06: Kane í dauðafæri en Cech ver. Toby Alderweireld á svo skalla eftir hornspyrnu Eriksens sem Cech ver. Tékkinn er í yfirvinnu þessa stundina.16:57: Alexis Sánchez er stálheppinn að fá ekki á sig víti eftir að hafa fengið boltann í höndina innan teigs.16:56: Jan Vertongen með gott skot sem Cech ver í horn.16:47: MARK!!! Kane skorar af miklu öryggi! Cech stendur bara kyrr. Frábært víti.16:46: VÍTI!!! Oliver dæmir vítaspyrnu! Gabriel brýtur á Kane sem fer sjálfur á punktinn.16:44: MARK!!! Alli tekur frákastið af skoti Eriksen sem Cech ver og skorar sitt sautjánda mark á tímabilinu!16:37: Victor Wanyama með skot sem Petr Cech ver.16:34: Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.16:19: Oliver flautar til hálfleiks. Staðan markalaus.16:08: Aaron Ramsey með gott skot sem Hugo Lloris ver í horn.15:55: Annað dauðafæri hjá Spurs! Son Heung-Min fer illa með Alex Oxlade-Chamberlain, boltinn dettur fyrir fætur Christians Eriksen sem hittir ekki tómt markið. Ótrúlegt að sjá.15:52: Dauðafæri! Harry Kane með skot sem fer af Laurent Koscielny og í áttina að Dele Alli sem tekst ekki að koma boltanum yfir línuna! Besta færi leiksins.15:43: Staðan enn markalaus á White Hart Lane. Arsenal vildi fá víti áðan en ekkert dæmt.15:30: Mike Oliver flautar til leiks!15:12: Chelsea vann áðan svo Tottenham verður að vinna til að halda pressunni á þeim bláu. Með sigri minnkar Arsenal forskot City í 4. sætinu niður í þrjú stig auk þess sem Skytturnar eiga leik til góða.15:08: Styttist í stórleikinn á White Hart Lane þar sem Tottenham og Arsenal mætast.Negredo fagnar eftir að hafa skorað gegn sínum gömlu félögum.vísir/getty14:57: Búið á Goodison Park og Riverside. Chelsea vinnur Everton 0-3 og Boro og City skildu jöfn, 2-2.14:50: MARK!!! Willian skorar þriðja mark Chelsea eftir sendingu frá Cesc Fábregas! Varamennirnir sáu alfarið um þetta.14:47: MARK!!! Gabriel Jesus jafnar metin fyrir City á Riverside! Skallar fyrirgjöf Agüeros í netið.14:41: MARK!!! Gary Cahill kemur Chelsea í 0-2! Fyrirliðinn skorar í öðrum leiknum í röð! Hazard með aukaspyrnu sem Maarten Stekelenburg slær í Cahill og inn.14:39: MARK!!! Calum Chambers kemur Boro aftur yfir gegn City. Boro að skora tvö mörk í leik; það eru tíðindi.14:30: MARK!!! Sergio Agüero jafnar metin á Riverside með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-1 þegar rúmar 20 mínútur eru til leiksloka.14:28: MARK!!! Pedro kemur Chelsea yfir með mögnuðu marki! Leikur á Phil Jagielka og á svo vinstri fótar skot sem syngur í netinu.14:14: Frábær útfærsla á hornspyrnu hjá Chelsea og Victor Moses á skot rétt framhjá. Costa var hársbreidd frá því að komast í boltann.14:08: Seinni hálfleikurinn er kominn af stað á báðum völlum.13:53: Það er búið að flauta til hálfleiks á Goodison Park og Riverside.13:46: MARK!!! Álvaro Negredo kemur Boro yfir gegn sínum gömlu félögum. Aldeilis óvænt.13:30: Romelu Lukaku með skot rétt framhjá og Diego Costa kemst svo í dauðafæri en skýtur hátt yfir mark Everton.13:06: Damian Calvert-Lewin á skot í stöngina á marki Chelsea. Everton byrjar með látum.13:05: Það er búið að flauta til leiks á Goodison Park, þar sem Everton og Chelsea mætast, og á Riverside, þar sem Middlesbrough tekur á móti Manchester City.Gylfi setur boltann yfir varnarvegg United og skorar sitt níunda deildarmark í vetur.vísir/getty12:56: Swarbrick flautar til leiksloka. Gylfi sér til þess að Swansea fer heim með eitt stig. Stórkostlegt mark hjá okkar manni.12:50: Llorente í dauðafæri eftir aukaspyrnu Gylfa en hittir ekki boltann. United sleppur með skrekkinn.12:43: Lingard með skalla sem Fabianski grípur.12:38: MARK!!! Gylfi skorar með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu!!! Þriðja árið í röð sem Gylfi skorar á Old Trafford. Mögnuð aukaspyrna hjá Gylfa. Þetta var níunda mark Íslendingsins í deildinni.12:30: Menn halda áfram að meiðast. Jefferson Montero, sem kom inn á fyrir fimm mínútum, er meiddur og fer af velli. Martin Olsson kemur í hans stað.12:19: Eric Bailly er meiddur og fer af velli. Darmain kemur inn fyrir Fílbeinsstrendinginn. Clement gerir einnig breytingu; Fer kemur inn fyrir Ki.12:05: Seinni hálfleikurinn er hafinn.11:49: Swarbrick flautar til hálfleiks. United leiðir, kannski ekkert rosalega sanngjarnt en svona er fótboltinn.11:48: MARK!!! Rooney skorar af öryggi úr spyrnunni! Sendir Fabianski í rangt horn.11:46: VÍTI!!! Fabianski tekur Rashford niður og Swarbrick bendir á punktinn! Fabianski reyndi að forðast snertingu en kom samt aðeins við Rashford sem fór auðveldlega niður.11:34: Jordan Ayew með skot sem De Gea ver með fætinum.11:29: Martial með góðan sprett, fer inn á völlinn og á skot sem Fabianski ver.11:16: Antony Martial með frábæra sendingu inn á Lingard sem nær ekki nógu miklum krafti í skotið og Lukasz Fabianski ver.11:13: Stíf pressa hjá gestunum! Fernando Llorente með skot sem David De Gea ver.11:08: Shaw hefur lokið leik. Hann entist ekki lengi. Valencia kemur inn á.11:00: Neil Swarbrick flautar til leiks!10:47: Dagurinn hefst með leik Manchester United og Swansea á Old Trafford. José Mourinho gerir fjórar breytingar á byrjunarliði United frá borgarslagnum gegn Manchester City. Inn koma Jesse Lingard, Ashley Young, Wayne Rooney og Luke Shaw. Út fara Antonio Valencia, Matteo Darmian, Maraoune Fellaini og Henrikh Mkhitaryan. Paul Clement gerir eina breytingu á Swansea-liðinu; Ki Sung-yueng kemur inn fyrir Leroy Fer.10:45: Góðan daginn og velkomin til leiks! Hér munum við fylgjast með gangi mála í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 2-0 sigri á Arsenal í dag. Þetta var síðasti leikur liðanna á White Hart Lane en Tottenham flytur sem kunnugt er á nýjan leikvang fyrir tímabilið 2018-19. Á næsta tímabili spilar Spurs á Wembley. Þetta var níundi sigur Tottenham í röð og hann tryggir að liðið endi fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár. Tottenham fékk bestu færin í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Spurs tryggði sér svo sigurinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Á 55. mínútu skoraði Dele Alli með skoti af stuttu færi eftir að Petr Cech varði frá Christian Eriksen. Skömmu síðar dæmdi Michael Oliver vítaspyrnu eftir að Gabriel braut á Harry Kane innan vítateigs. Kane fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki og Tottenham fagnaði góðum sigri á erkifjendum sínum.Giroud komst lítt áleiðis gegn varnarmönnum Tottenham.vísir/gettyHér fyrir neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í dag. 17:24: Leik lokið! Tottenham vinnur afar sanngjarnan sigur og endar því fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn í 22 ár.17:06: Kane í dauðafæri en Cech ver. Toby Alderweireld á svo skalla eftir hornspyrnu Eriksens sem Cech ver. Tékkinn er í yfirvinnu þessa stundina.16:57: Alexis Sánchez er stálheppinn að fá ekki á sig víti eftir að hafa fengið boltann í höndina innan teigs.16:56: Jan Vertongen með gott skot sem Cech ver í horn.16:47: MARK!!! Kane skorar af miklu öryggi! Cech stendur bara kyrr. Frábært víti.16:46: VÍTI!!! Oliver dæmir vítaspyrnu! Gabriel brýtur á Kane sem fer sjálfur á punktinn.16:44: MARK!!! Alli tekur frákastið af skoti Eriksen sem Cech ver og skorar sitt sautjánda mark á tímabilinu!16:37: Victor Wanyama með skot sem Petr Cech ver.16:34: Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.16:19: Oliver flautar til hálfleiks. Staðan markalaus.16:08: Aaron Ramsey með gott skot sem Hugo Lloris ver í horn.15:55: Annað dauðafæri hjá Spurs! Son Heung-Min fer illa með Alex Oxlade-Chamberlain, boltinn dettur fyrir fætur Christians Eriksen sem hittir ekki tómt markið. Ótrúlegt að sjá.15:52: Dauðafæri! Harry Kane með skot sem fer af Laurent Koscielny og í áttina að Dele Alli sem tekst ekki að koma boltanum yfir línuna! Besta færi leiksins.15:43: Staðan enn markalaus á White Hart Lane. Arsenal vildi fá víti áðan en ekkert dæmt.15:30: Mike Oliver flautar til leiks!15:12: Chelsea vann áðan svo Tottenham verður að vinna til að halda pressunni á þeim bláu. Með sigri minnkar Arsenal forskot City í 4. sætinu niður í þrjú stig auk þess sem Skytturnar eiga leik til góða.15:08: Styttist í stórleikinn á White Hart Lane þar sem Tottenham og Arsenal mætast.Negredo fagnar eftir að hafa skorað gegn sínum gömlu félögum.vísir/getty14:57: Búið á Goodison Park og Riverside. Chelsea vinnur Everton 0-3 og Boro og City skildu jöfn, 2-2.14:50: MARK!!! Willian skorar þriðja mark Chelsea eftir sendingu frá Cesc Fábregas! Varamennirnir sáu alfarið um þetta.14:47: MARK!!! Gabriel Jesus jafnar metin fyrir City á Riverside! Skallar fyrirgjöf Agüeros í netið.14:41: MARK!!! Gary Cahill kemur Chelsea í 0-2! Fyrirliðinn skorar í öðrum leiknum í röð! Hazard með aukaspyrnu sem Maarten Stekelenburg slær í Cahill og inn.14:39: MARK!!! Calum Chambers kemur Boro aftur yfir gegn City. Boro að skora tvö mörk í leik; það eru tíðindi.14:30: MARK!!! Sergio Agüero jafnar metin á Riverside með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-1 þegar rúmar 20 mínútur eru til leiksloka.14:28: MARK!!! Pedro kemur Chelsea yfir með mögnuðu marki! Leikur á Phil Jagielka og á svo vinstri fótar skot sem syngur í netinu.14:14: Frábær útfærsla á hornspyrnu hjá Chelsea og Victor Moses á skot rétt framhjá. Costa var hársbreidd frá því að komast í boltann.14:08: Seinni hálfleikurinn er kominn af stað á báðum völlum.13:53: Það er búið að flauta til hálfleiks á Goodison Park og Riverside.13:46: MARK!!! Álvaro Negredo kemur Boro yfir gegn sínum gömlu félögum. Aldeilis óvænt.13:30: Romelu Lukaku með skot rétt framhjá og Diego Costa kemst svo í dauðafæri en skýtur hátt yfir mark Everton.13:06: Damian Calvert-Lewin á skot í stöngina á marki Chelsea. Everton byrjar með látum.13:05: Það er búið að flauta til leiks á Goodison Park, þar sem Everton og Chelsea mætast, og á Riverside, þar sem Middlesbrough tekur á móti Manchester City.Gylfi setur boltann yfir varnarvegg United og skorar sitt níunda deildarmark í vetur.vísir/getty12:56: Swarbrick flautar til leiksloka. Gylfi sér til þess að Swansea fer heim með eitt stig. Stórkostlegt mark hjá okkar manni.12:50: Llorente í dauðafæri eftir aukaspyrnu Gylfa en hittir ekki boltann. United sleppur með skrekkinn.12:43: Lingard með skalla sem Fabianski grípur.12:38: MARK!!! Gylfi skorar með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu!!! Þriðja árið í röð sem Gylfi skorar á Old Trafford. Mögnuð aukaspyrna hjá Gylfa. Þetta var níunda mark Íslendingsins í deildinni.12:30: Menn halda áfram að meiðast. Jefferson Montero, sem kom inn á fyrir fimm mínútum, er meiddur og fer af velli. Martin Olsson kemur í hans stað.12:19: Eric Bailly er meiddur og fer af velli. Darmain kemur inn fyrir Fílbeinsstrendinginn. Clement gerir einnig breytingu; Fer kemur inn fyrir Ki.12:05: Seinni hálfleikurinn er hafinn.11:49: Swarbrick flautar til hálfleiks. United leiðir, kannski ekkert rosalega sanngjarnt en svona er fótboltinn.11:48: MARK!!! Rooney skorar af öryggi úr spyrnunni! Sendir Fabianski í rangt horn.11:46: VÍTI!!! Fabianski tekur Rashford niður og Swarbrick bendir á punktinn! Fabianski reyndi að forðast snertingu en kom samt aðeins við Rashford sem fór auðveldlega niður.11:34: Jordan Ayew með skot sem De Gea ver með fætinum.11:29: Martial með góðan sprett, fer inn á völlinn og á skot sem Fabianski ver.11:16: Antony Martial með frábæra sendingu inn á Lingard sem nær ekki nógu miklum krafti í skotið og Lukasz Fabianski ver.11:13: Stíf pressa hjá gestunum! Fernando Llorente með skot sem David De Gea ver.11:08: Shaw hefur lokið leik. Hann entist ekki lengi. Valencia kemur inn á.11:00: Neil Swarbrick flautar til leiks!10:47: Dagurinn hefst með leik Manchester United og Swansea á Old Trafford. José Mourinho gerir fjórar breytingar á byrjunarliði United frá borgarslagnum gegn Manchester City. Inn koma Jesse Lingard, Ashley Young, Wayne Rooney og Luke Shaw. Út fara Antonio Valencia, Matteo Darmian, Maraoune Fellaini og Henrikh Mkhitaryan. Paul Clement gerir eina breytingu á Swansea-liðinu; Ki Sung-yueng kemur inn fyrir Leroy Fer.10:45: Góðan daginn og velkomin til leiks! Hér munum við fylgjast með gangi mála í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira