Trump yngri í vörn vegna fundarins með rússneska lögfræðingnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 17:50 Donald Trump yngri viðurkennir að hafa hitt rússneska lögfræðinginn en segir að hún hafi ekki haft neinar marktækar upplýsingar undir höndum um Hillary Clinton. vísir/getty Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017
Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent