Enski boltinn

Fær daglega morðhótanir og haturspóst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carolyn Radford, framkvæmdastjóri Mansfield Town.
Carolyn Radford, framkvæmdastjóri Mansfield Town. Vísir/Getty
Fáar konur starfa við knattspyrnu í Englandi og aðeins fjórar eru í stöðu framkvæmdastjóra hjá enskum atvinnumannafélögum.

Þetta kom fram í þætti á Sky Sports, Sportswomen, þar sem rætt er við Radford um hennar upplifun af starfinu og stöðu kvenna í knattspyrnuheiminum.

„Það eru sjálfsagt ekki í mörgum atvinnufögum þar sem ætlast er til þess að konur sætti við þær svívirðingar sem þær verða fyrir í knattspyrnunni,“ sagði hún í myndbandinu sem má sjá neðst í fréttinni.

„Ég fæ daglega morðhótanir, haturspóst og skítkast á internetinu,“ segir hún enn fremur.

„Ég held að það sé vegna þess að knattspyrna er mjög tilfinningaþrungin íþrótt. Eða vegna þess að það eru ekki margar konur sem starfa við knattspyrnuna í dag.“

Mansfield Town er í 14. sæti D-deildarinnar í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×