Innlent

Björgunar­sveitirnar draga sig í hlé: Ekkert leitað nema frekari vís­bendingar komi í ljós

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lárus Steindór Björnsson.
Lárus Steindór Björnsson. Vísir/Stöð 2
Lárus Steindór Björnsson, hjá svæðisstjórn björgunarsveita Landsbjargar, segir í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að verið sé að senda leitarhópa heim eftir daginn, en engar frekari vísbendingar hafa fundist eftir daginn í dag.

Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig leit verður skipulögð að Birnu Brjánsdóttur á næstu dögum.

Lárus segir að engar frekari vísbendingar hafi fundist í dag og því sé verið að senda hópa heim eftir daginn þar sem áherslan sé á að björgunarsveitarfólk hvílist. ÞVí verði ekkert leitað í nótt, nema frekari vísbendingar komi í ljós.

Spurður hvernig leit næstu daga verður skipulögð segir Lárus að ekkert hafi verið skipulagt enn, en að það verði gert í samráði við lögreglu. Hann sér fyrir sér að ákvörðun um það verði tekin á næstu tveimur klukkutímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×