Segir aukið upplýsingaflæði geta valdið ruglingi hjá farþegum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:45 Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að bilanir geti komið upp hjá hvaða flugfélagi sem er. Vísir Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét. Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét.
Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30