Enski boltinn

Messan: „Gylfi getur sett boltann viljandi í hönd varnarmannsins“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var mikilvægt augnablik í leik Chelsea og Swansea í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þegar það virtist sem að síðarnefnda liðið ætti að fá vítaspyrnu þegar Cesar Azpilicueta handlék knöttinn innan teigs.

Staðan í leiknum var 1-1 þá en í umræddu atviki reyndi Gylfi Þór Sigurðsson að koma sér framhjá Azpilicueta. Bakvörðurinn stöðvaði hins vegar boltann með höndinni en ekkert víti var dæmt.

Sjá einnig: Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin

Málið var tekið fyrir í Messunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöld og þar sagði Guðmundur Benediktsson frá því að Ray Wilkins, fyrrum leikmaður Chelsea og sérfræðingur Sky Sports, hafi bent á að leikmenn eins og Gylfi gætu sett boltann viljandi í hönd varnarmanna og því væri ekki sanngjarnt að dæma vítaspyrnu.

„Hann er reyndar svolítið litaður enda með Chelsea-gleraugu allan sólarhringinn,“ sagði Guðmundur en Bjarni Guðjónsson var sammála þessum rökum.

„Það er ekki hægt að útiloka að Gylfi hafi reynt að setja boltann í höndina á honum. Hann hefur þessa hæfileika, svipað og Cesc Fabregas, að leikurinn er ekki jafn hraður fyrir hann og þá sem horfa á hann uppi í stúku,“ sagði Bjarni.

„Þetta gerist hægar í hausnum á honum og ég get alveg tekið undir þetta með Wilkins.“


Tengdar fréttir

Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar

Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni.

Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×