Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB 1. mars 2017 23:30 Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/AFP „Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu. Brexit Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
„Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu.
Brexit Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira