Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2017 19:11 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll. Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll.
Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15