Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2017 19:11 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll. Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll.
Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15