Ferðamaðurinn sem lést á Sólheimasandi var dökkklæddur og sneri baki í bílinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 11:30 Enginn aðstaða er við þjóðveginn yfir Sólheimasanda fyrir bíla en þar leggja ferðamenn í röðum við vegkantinn. Stöð2 Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið. Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið.
Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17
Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48