Innlent

Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rannsókn á slysinu miðar vel samkvæmt lögreglu.
Rannsókn á slysinu miðar vel samkvæmt lögreglu. Vísir
Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi var kínverskur ferðamaður fæddur árið 1971. Hann var í hópi tíu kínverja sem voru á ferðalagi um Ísland á tveimur bílum.

Skömmu fyrir slysið hafði hópurinn stöðvað á Sólheimasandi, stuttu frá þar sem slóði niður að flugvélaflakinu er. Þar lögðu þau bílnum utan vegar og öll ljós voru slökkt. Talið er að hinn látni hafi farið út úr bílnum til að skima yfir norðurljósum þegar annan bíl bar að á fullum hraða.

Kolniðamyrkur var en ökumaður, sem einnig var erlendur ferðamaður, var með háu ljósin á.

Hann sá annan vegfarendann, sem var í skærlitum fötum en hinn, sem var dökkklæddur, varð fyrir bílnum og lést samstundis. Ferðafólkið hefur allt fengið áfallahjálp. Sendiráð Kína heur séð um samskipti við aðstandendur hins látna og lögreglu.

Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ljóst hafi verið um nokkurra vikna skeið að hættuástand gæti myndast á Sólheimasandi, en þar ganga ferðamenn yfir þjóðveg þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði.


Tengdar fréttir

Ætluðu að skoða flugvélarflakið

Karlmaðurinn sem lést er hann varð fyrir bifreið á Suðurlandsvegi á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi skammt vestan við Pétursey í gærkvöldi ætlaði sér að skoða gamalt flugvélarflak á Sólheimasandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×