Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, kærði ákvörðun Brynju hússjóðs um að vísa henni á dyr vegna hundahalds. vísir/vilhelm „Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
„Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00