Jafnframt því að mega ekki keyra í tvö ár þá þarf hann að skila 100 klukkutímum af sjálfboðavinnu í þágu samfélagsins og borga 170 pund í sekt.
„Ég vil koma fram og biðjast afsökunar á ófyrirgefanlegu dómgreindarleysi mínu í að keyra undir áhrifum. Það var rangt í alla staði,“ sagði Rooney í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag.
„Ég hef nú þegar beðið fjölskyldu mína, knattspyrnustjórann og alla hjá Everton afsökunar. Nú vil ég biðja stuðningsmenn mína og alla sem hafa fylgt mér í gegnum ferilinn afsökunar. Ég tek niðurstöðu dómsins og vona að ég geti bætt fyrir þetta með vinnu í þágu samfélagsins.“
Rooney mældist með 104 míkrógrömm af áfengi í 100 millilítrum af andardrætti. Í Englandi eru mörkin 35 míkrógrömm í 100 millilítrum, og því var Rooney langt yfir það sem leyfilegt er.
Samkvæmt heimildum Daily Mail mun Everton einnig sekta leikmanninn um 300 þúsund pund, eða það sem samsvarar tveggja vikna kaupi hjá framherjanum.
My statement of apology - https://t.co/51WmrVDCev
— Wayne Rooney (@WayneRooney) September 18, 2017