Enski boltinn

Koeman: Rooney olli mér vonbrigðum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rooney hefur skorað 2 mörk í 3 leikjum með Everton, en utan vallar kom hann sér í klandur
Rooney hefur skorað 2 mörk í 3 leikjum með Everton, en utan vallar kom hann sér í klandur Vísir/getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, segir Wayne Rooney hafa valdið honum miklum vonbrigðum með hegðun sinni. Rooney var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í síðustu viku.

Hinn 31 árs Rooney tilkynnti fyrir stuttu að hann væri hættur að spila fyrir enska landsliðið. Hann var því í fríi í síðustu viku þegar aðrir leikmenn voru í landsliðsverkefnum. Hann nýtti fríið í að skella sér út á lífið og endaði kvöldið illa fyrir framherjann, því hann var handtekinn undir stýri.

Koeman sagði á blaðamannafundi í dag að Rooney yrði í leikmannahóp Everton fyrir leikinn gegn Tottenham á laugardaginn, eftir að hafa rætt við Rooney þegar liðið mætti aftur til æfinga á þriðjudaginn.

„Ég varð að sjálfsögðu fyrir miklum vonbrigðum,“ sagði Koeman. „Við töluðum saman á þriðjudaginn og stjórnarmaðurinn Bill Kenwright talaði einnig við hann.“

Talið er að félagið muni ekki taka neinar ákvarðanir varðandi refsiaðgerðir fyrr en málsmeðferð lýkur í réttarkerfinu.

„Hann mun spila á laugardaginn. Ef ég sé að Wayne sé ekki í ástandi til að spila, líkamlegu eða andlegu, þá mun hann ekki spila,“ sagði Koeman.

Mál Rooney verður tekið fyrir dómstól í Stockport þann 18. september.


Tengdar fréttir

Rooney kærður fyrir ölvunarakstur

Lögreglan í Cheshire staðfesti nú í hádeginu að hún væri búin að kæra Wayne Rooney, framherja Everton, fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×