Af þinginu yfir í byggingabransa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Össur rennir hýru auga til Reykjanesbæjar. Fréttablaðið/VILHELM Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur fundið sér nýjan starfsvettvang. Þingmaðurinn fyrrverandi hefur stofnað byggingafyrirtæki og horfir meðal annars til Reykjanesbæjar. Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að Össur hafi stofnað DESHÚS byggingafélag ehf. ásamt tveimur öðrum. Össur er skráður bæði sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Tilgangur félagsins er almenn byggingastarfsemi og er þar einkum horft til lítilla og meðalstórra íbúða. Með honum að félaginu standa Þórarinn Magnússon, fyrrverandi formaður Verkfræðingafélags Íslands, og Einar Karl Haraldsson. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar kemur fram að Össur hafi sótt um sex lóðir í bæjarfélaginu. Þá hafi hann einnig óskað eftir skipulagsbreytingum fyrir lóðirnar en þær eru sléttu tölurnar í Reynidal 4-14. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar þar sem fleiri en einn sækir um lóðirnar. Hlutkesti fer fram á næstunni og verður greint frá því á næsta fundi. Össur var þingmaður sleitulaust á tímabilinu 1991 til 2016, fyrst fyrir Alþýðuflokkinn en síðar Samfylkinguna. Hann hlaut ekki kjör í kosningunum síðasta haust. Þingmaðurinn fyrrverandi baðst undan viðtali um nýja fyrirtækið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur fundið sér nýjan starfsvettvang. Þingmaðurinn fyrrverandi hefur stofnað byggingafyrirtæki og horfir meðal annars til Reykjanesbæjar. Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að Össur hafi stofnað DESHÚS byggingafélag ehf. ásamt tveimur öðrum. Össur er skráður bæði sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Tilgangur félagsins er almenn byggingastarfsemi og er þar einkum horft til lítilla og meðalstórra íbúða. Með honum að félaginu standa Þórarinn Magnússon, fyrrverandi formaður Verkfræðingafélags Íslands, og Einar Karl Haraldsson. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar kemur fram að Össur hafi sótt um sex lóðir í bæjarfélaginu. Þá hafi hann einnig óskað eftir skipulagsbreytingum fyrir lóðirnar en þær eru sléttu tölurnar í Reynidal 4-14. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar þar sem fleiri en einn sækir um lóðirnar. Hlutkesti fer fram á næstunni og verður greint frá því á næsta fundi. Össur var þingmaður sleitulaust á tímabilinu 1991 til 2016, fyrst fyrir Alþýðuflokkinn en síðar Samfylkinguna. Hann hlaut ekki kjör í kosningunum síðasta haust. Þingmaðurinn fyrrverandi baðst undan viðtali um nýja fyrirtækið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira