Starfsmaður FBI giftist ISIS-liða sem hún átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 11:50 Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna sögðu Denis Cuspert hafa fallið í loftárás árið 2015, en dróu það svo til baka. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Vísir/AFP Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira