Zlatan: Þetta verður auðvelt þegar við smellum saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 14:30 Zlatan Ibrahimovic átti ekki góðan leik í gær. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, var ánægður með úrslitin á Anfield í gærkvöldi þar sem erkifjendurnir Liverpool og Manchester United skildu jöfn, markalaus. Zlatan fékk eitt dauðafæri í seinni hálfleik og hefði getað tryggt United öll stigin þrjú en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Pauls Pogba langt framhjá markinu. Zlatan hefur nú spilað fimm leiki gegn Liverpool á ferlinum án þess að skora mark eða vinna leik. Manchester United er áfram þremur stigum á eftir Liverpool í sjöunda sæti en með sigri hefði United jafnað Liverpool og Chelsea að stigum. Manchester City og Arsenal eru fimm stigum á undan United saman á toppnum með 19 stig.„Mér fannst þetta góð úrslit, sérstaklega miðað við færin sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við lögðum mikið á okkur og það er mikil vinna eftir en þetta er allt í lagi,“ sagði Zlatan við fréttamenn eftir leikinn í gær. „Í fyrri hálfleik gerðum við það sem við þurftum að gera en í þeim síðari vorum við ekki jafngóðir. Þá opnaðist leikurinn svolítið og þeir fengu færin. Þetta er allt hluti af leiknum en við stóðum okkur vel.“ Sænski framherjinn hrósaði David De Gea í hástert fyrir markvörslur Spánverjans í gærkvöldi en hann bjargaði stigi fyrir gestina með tveimur heimsklassa vörslum.Fyrst varði De Gea skot af stuttu færi frá Emre Can úr teignum og svo sýndi hann svakaleg fimleikatilþrif þegar hann varði frábært skot Phillipe Coutinho upp í samskeytunum. Zlatan sagði að tímabilið á Englandi sé langt og að liðin sem eru að berjast um titilinn núna eigi eftir að tapa stigum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna leiki og halda okkur í titilfæri. Ef maður vinnur tvo leiki í röð er maður kominn í toppbaráttunni. Þegar við smellum saman verður þetta auðvelt,“ sagði Zlatan Ibrahimovic. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Þetta United-lið getur ekki unnið titilinn Gary Neville telur að leikmenn Manchester United hafi hækkað í áliti hjá José Mourinho eftir frammistöðuna gegn Liverpool. 18. október 2016 12:30 Sjáðu heimsklassavörslurnar hjá De Gea David de Gea var hetja Man. Utd í kvöld en hann sýndi heimsklassatilþrif í leik síns liðs gegn Liverpool á Anfield í kvöld. 17. október 2016 23:00 Mourinho: Aldrei heyrt svona lítil læti á Anfield "Þetta eru ekki úrslitin sem við óskuðum okkur en þetta eru engu að síður jákvæð úrslit. Þessi úrslit komu í veg fyrir að einn af okkar andstæðingum fengi þrjú stig á heimavelli,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, eftir markalausa jafnteflið gegn Liverpool í kvöld. 17. október 2016 21:32 Sjáðu öll tilþrif helgarinnar úr enska boltanum Öll mörkin, öll atvikin, bestu markvörslurnar, fyndnustu augnablikin og samantektir úr hverjum einasta leik síðustu umferðar. Allt á Vísi. 18. október 2016 07:00 Klopp: Margt verra til í heiminum en stig á móti United Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var svona þokkalega sáttur við stigið gegn Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2016 21:24 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, var ánægður með úrslitin á Anfield í gærkvöldi þar sem erkifjendurnir Liverpool og Manchester United skildu jöfn, markalaus. Zlatan fékk eitt dauðafæri í seinni hálfleik og hefði getað tryggt United öll stigin þrjú en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Pauls Pogba langt framhjá markinu. Zlatan hefur nú spilað fimm leiki gegn Liverpool á ferlinum án þess að skora mark eða vinna leik. Manchester United er áfram þremur stigum á eftir Liverpool í sjöunda sæti en með sigri hefði United jafnað Liverpool og Chelsea að stigum. Manchester City og Arsenal eru fimm stigum á undan United saman á toppnum með 19 stig.„Mér fannst þetta góð úrslit, sérstaklega miðað við færin sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við lögðum mikið á okkur og það er mikil vinna eftir en þetta er allt í lagi,“ sagði Zlatan við fréttamenn eftir leikinn í gær. „Í fyrri hálfleik gerðum við það sem við þurftum að gera en í þeim síðari vorum við ekki jafngóðir. Þá opnaðist leikurinn svolítið og þeir fengu færin. Þetta er allt hluti af leiknum en við stóðum okkur vel.“ Sænski framherjinn hrósaði David De Gea í hástert fyrir markvörslur Spánverjans í gærkvöldi en hann bjargaði stigi fyrir gestina með tveimur heimsklassa vörslum.Fyrst varði De Gea skot af stuttu færi frá Emre Can úr teignum og svo sýndi hann svakaleg fimleikatilþrif þegar hann varði frábært skot Phillipe Coutinho upp í samskeytunum. Zlatan sagði að tímabilið á Englandi sé langt og að liðin sem eru að berjast um titilinn núna eigi eftir að tapa stigum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna leiki og halda okkur í titilfæri. Ef maður vinnur tvo leiki í röð er maður kominn í toppbaráttunni. Þegar við smellum saman verður þetta auðvelt,“ sagði Zlatan Ibrahimovic.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Þetta United-lið getur ekki unnið titilinn Gary Neville telur að leikmenn Manchester United hafi hækkað í áliti hjá José Mourinho eftir frammistöðuna gegn Liverpool. 18. október 2016 12:30 Sjáðu heimsklassavörslurnar hjá De Gea David de Gea var hetja Man. Utd í kvöld en hann sýndi heimsklassatilþrif í leik síns liðs gegn Liverpool á Anfield í kvöld. 17. október 2016 23:00 Mourinho: Aldrei heyrt svona lítil læti á Anfield "Þetta eru ekki úrslitin sem við óskuðum okkur en þetta eru engu að síður jákvæð úrslit. Þessi úrslit komu í veg fyrir að einn af okkar andstæðingum fengi þrjú stig á heimavelli,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, eftir markalausa jafnteflið gegn Liverpool í kvöld. 17. október 2016 21:32 Sjáðu öll tilþrif helgarinnar úr enska boltanum Öll mörkin, öll atvikin, bestu markvörslurnar, fyndnustu augnablikin og samantektir úr hverjum einasta leik síðustu umferðar. Allt á Vísi. 18. október 2016 07:00 Klopp: Margt verra til í heiminum en stig á móti United Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var svona þokkalega sáttur við stigið gegn Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2016 21:24 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira
Neville: Þetta United-lið getur ekki unnið titilinn Gary Neville telur að leikmenn Manchester United hafi hækkað í áliti hjá José Mourinho eftir frammistöðuna gegn Liverpool. 18. október 2016 12:30
Sjáðu heimsklassavörslurnar hjá De Gea David de Gea var hetja Man. Utd í kvöld en hann sýndi heimsklassatilþrif í leik síns liðs gegn Liverpool á Anfield í kvöld. 17. október 2016 23:00
Mourinho: Aldrei heyrt svona lítil læti á Anfield "Þetta eru ekki úrslitin sem við óskuðum okkur en þetta eru engu að síður jákvæð úrslit. Þessi úrslit komu í veg fyrir að einn af okkar andstæðingum fengi þrjú stig á heimavelli,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, eftir markalausa jafnteflið gegn Liverpool í kvöld. 17. október 2016 21:32
Sjáðu öll tilþrif helgarinnar úr enska boltanum Öll mörkin, öll atvikin, bestu markvörslurnar, fyndnustu augnablikin og samantektir úr hverjum einasta leik síðustu umferðar. Allt á Vísi. 18. október 2016 07:00
Klopp: Margt verra til í heiminum en stig á móti United Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var svona þokkalega sáttur við stigið gegn Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2016 21:24