Facebook í slag við falskar fréttir Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 20:46 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/AFP Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum dögum um hlut Facebook og áhrif falskra frétta á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Mark Zuckerberg lýsti því yfir á dögunum að það væri kjánalegt að halda því fram að falskar fréttir á Facebook hefðu haft áhrif á kosningarnar. Nokkrum dögum síðar lýsti fyrirtækið yfir að til stæði að koma í veg fyrir að forsvarsmenn vefsvæða sem birta falskar fréttir geti grætt á dreifingu á Facebook. Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar fréttir sem voru beinlínis rangar voru í dreifingu á Facebook síðustu mánuði. Þá hefur komið í ljós að táningar í bæ einum í Makedóníu stunduðu það að skrifa falskar fréttir og koma þeim í dreifingu á Facebook til þess að græða á því. Táningarnir miðuðu þessar „fréttir“ að stuðningsmönnum Trump þar sem það hafði sýnt sig að þeir væru líklegri til að dreifa fölskum fréttum en aðrir. Buzzfeed fann rúmlega 100 vefsvæði þar sem falskar fréttir voru birtar, sem öllum var stýrt úr frá bænum Veles í Makedóníu. Nú hefur Mark Zuckerberg sagt frá því að til standi að taka verulega á fölskum fréttum á Facebook. Hann tók þó sérstaklega fram að enginn vilji væri til þess að Facebook yrði einhvers konar úrskurðaraðili um hvað er satt og hvað ekki. Þess í stað mun fyrirtækið reyna að vinna með utanaðkomandi aðilum til að bera kennsl á upplýsingar sem eru rangar. Þá mun fyrirtækið einnig gera notendum auðveldara að benda á rangar fréttir. Þar að auki mun Facebook ræða við atvinnumenn um hvernig best megi útfæra þau tæknilegu atriði sem felast í því að berjast gegn fölskum fréttum. Tengdar fréttir Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samfélagsmiðlarisinn hefur orðið fyrir verulegri gagnrýni vegna dreifinga frétta sem eru rangar. 15. nóvember 2016 11:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum dögum um hlut Facebook og áhrif falskra frétta á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Mark Zuckerberg lýsti því yfir á dögunum að það væri kjánalegt að halda því fram að falskar fréttir á Facebook hefðu haft áhrif á kosningarnar. Nokkrum dögum síðar lýsti fyrirtækið yfir að til stæði að koma í veg fyrir að forsvarsmenn vefsvæða sem birta falskar fréttir geti grætt á dreifingu á Facebook. Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar fréttir sem voru beinlínis rangar voru í dreifingu á Facebook síðustu mánuði. Þá hefur komið í ljós að táningar í bæ einum í Makedóníu stunduðu það að skrifa falskar fréttir og koma þeim í dreifingu á Facebook til þess að græða á því. Táningarnir miðuðu þessar „fréttir“ að stuðningsmönnum Trump þar sem það hafði sýnt sig að þeir væru líklegri til að dreifa fölskum fréttum en aðrir. Buzzfeed fann rúmlega 100 vefsvæði þar sem falskar fréttir voru birtar, sem öllum var stýrt úr frá bænum Veles í Makedóníu. Nú hefur Mark Zuckerberg sagt frá því að til standi að taka verulega á fölskum fréttum á Facebook. Hann tók þó sérstaklega fram að enginn vilji væri til þess að Facebook yrði einhvers konar úrskurðaraðili um hvað er satt og hvað ekki. Þess í stað mun fyrirtækið reyna að vinna með utanaðkomandi aðilum til að bera kennsl á upplýsingar sem eru rangar. Þá mun fyrirtækið einnig gera notendum auðveldara að benda á rangar fréttir. Þar að auki mun Facebook ræða við atvinnumenn um hvernig best megi útfæra þau tæknilegu atriði sem felast í því að berjast gegn fölskum fréttum.
Tengdar fréttir Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samfélagsmiðlarisinn hefur orðið fyrir verulegri gagnrýni vegna dreifinga frétta sem eru rangar. 15. nóvember 2016 11:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samfélagsmiðlarisinn hefur orðið fyrir verulegri gagnrýni vegna dreifinga frétta sem eru rangar. 15. nóvember 2016 11:30