Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2016 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, lengst til hægri, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, fyrir miðri mynd á leiðtogafundinum í Brussel í gær. vísir/EPA „Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda. Flóttamenn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
„Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda.
Flóttamenn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira