Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að starfsmenn hafi fundið fyrir sviða í augum út af loftmengun vegna brunans við Grettisgötu 89 í gærkvöldi og nótt. Starfsmönnum var leyft að fara heim eftir hádegi.
„Það er alveg líft en það eru óþægindi,“ segir hún en sá sem var hvað verst haldinn var sá starfsmaður sem mætti fyrst í morgun. Mikil reykjarlykt er víða á skrifstofum Persónuverndar, sem er í næsta húsi við brunann.
„Ég tók þá ákvörðun að leyfa fólki að fara upp úr hádegi. Sá sem kom hérna fyrstur í morgun fyrir átta, og var búinn að vera í þrjú korter þegar ég kom, var kominn með sviða og höfuðverk,“ segir hún.
Helga segir að loftið sé mismunandi slæmt eftir því hvar í húsinu maður er. „Það er búið að vera svolítið þungt loftið,“ segir hún.
„Mín skrifstofa er til dæmis innst, lengst frá þessu, og hún er jafnvel verri en aðrar skrifstofur,“ segir hún. „Það er bara ótrúleg reykjarlykt og ég er lengst frá þessu [...] en þetta greinilega liggur einhvern veginn til mín.“
Starfsfólk Persónuverndar finnur fyrir menguninni frá brunanum

Tengdar fréttir

„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“
Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi.

Húsið metið á 200 milljónir króna
Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu.

Lögreglan leitar að fjórum mönnum vegna brunans
Tveir þeirra sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldsins varð vart en hinir tveir voru fyrr á ferðinni.

Slökkviliðið enn að störfum á Grettisgötu en eldurinn hefur verið slökktur
Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað.