Lögreglan leitar að fjórum mönnum vegna brunans Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2016 11:07 Tveir þeirra sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldsins varð vart en hinir tveir voru fyrr á ferðinni. Vísir/Stefán Lögreglan leitar eftir fjórum mönnum vegna eldsins sem varð á Grettisgötu í nótt. Tveir sáust koma út úr húsinu skömmu eftir að eldsins varð vart. Samkvæmt lögreglu virtust þeir hafa einhverja hluti í farteskinu en talið er að annar mannanna hafi haldið á flatskjá. Um svipað leyti sást til annarra tveggja manna en þeir gengu út á Rauðarárstíg og þar til suðurs. Annar þeirra er talinn vera í stórri úlpu, annað hvort rauðri eða appelsínugulri. Lögreglan er nú að ræða við nágranna og skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum.Lögreglan óskar eftir upplýsingum Þeir sem búa yfir upplýsingum um mennina, eða annað sem kann að varpa ljósi á brunann, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 9726@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöðufundur með hagsmunaaðilum Stöðufundur með öllum sem eiga hagsmuna að gæta vegna málsins fer fram á eftir en rannsakendur hafa ekki komist inn í húsið vegna hættu af hruni. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta í gærkvöldi og var íbúum ráðlagt að halda sig innan dyra þar sem vitað var um hættuleg efni inni í húsinu.Allt tiltækt slökkvilið kallað út Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. Milligólf og þak hússins eru úr strengjasteypu, sem getur skroppið saman í miklum hita, þannig að ekki var óhætt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið vegna hættu á hruni. Um klukkan fjögur í nótt var fækkað verulega í liðinu, enda var þá búið að ráða niðurlögum eldsins.Uppfært klukkan 11:28:Rétt í þessu var að berast tilkynning frá lögreglu vegna málsins en hana má lesa í heild hér fyrir neðan:Iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík er mjög illa farið eftir bruna í gærkvöld og nótt, en lögreglu barst tilkynning um eld í húsinu kl. 20.14 í gærkvöld. Strax var ljóst að um stórbruna var að ræða og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs kallað á vettvang. Unnið var við að slökkva eldinn fram á nótt, en íbúðir við Snorrabraut 35 og 35a voru rýmdar og leituðu íbúarnir skjóls hjá ættingjum og vinum, auk þess sem einhverjir gistu á farfuglaheimilinu í Laugardal. Rauði krossinn var kallaður til vegna þessa, en einnig var strætisvagn til staðar nærri vettvangi sem hægt var leita skjóls í. Fjarlægja þurfti nokkrar bifreiðar frá vettvangi og var dráttarbifreið kölluð til verksins. Rannsókn lögreglu á brunanum er hafin, en ekkert liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu. Ekki hefur enn þótt óhætt að fara inn í húsið, en lögreglan og slökkviliðið funda nú um málið og þá skýrist framhaldið frekar. Lögreglan leitar jafnframt upplýsinga um mannaferðir við og nærri Grettisgötu 87 í gærkvöld, en m.a. sást til ferða tveggja manna eftir að eld og reyks varð vart í húsinu en þeir virtust koma þaðan með einhverja hluti í farteskinu. Talið er að annar mannanna hafi haldið á flatskjá. Tveir aðrir menn, sem lögreglan óskar einnig eftir að ná tali af, sáust líka við húsið, en annar þeirra var klæddur stórrri, rauðri eða appelsínugulri úlpu, og gengu þeir út á Rauðarárstíg og síðan eftir honum í suðurátt. Þeir sem búa yfir upplýsingum um mennina, eða annað sem kann að varpa ljósi á brunann, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 9726@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Í iðnaðarhúsnæðinu að Grettisgötu 87 er rekin ýmis starfsemi, m.a. bifreiðaverkstæði og geymslur fyrir ferðavagna. Þá hafa listamenn aðstöðu í húsinu.Ekki er hægt að skilja við málið án þess að minnast á vegfarendur sem komu á vettvang í gærkvöld og virtu lokanir lögreglu að vettugi og trufluðu störf björgunaraðila. Slíkt er með öllu ólíðandi og raunar skammarlegt. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið enn að störfum á Grettisgötu en eldurinn hefur verið slökktur Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. 8. mars 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Lögreglan leitar eftir fjórum mönnum vegna eldsins sem varð á Grettisgötu í nótt. Tveir sáust koma út úr húsinu skömmu eftir að eldsins varð vart. Samkvæmt lögreglu virtust þeir hafa einhverja hluti í farteskinu en talið er að annar mannanna hafi haldið á flatskjá. Um svipað leyti sást til annarra tveggja manna en þeir gengu út á Rauðarárstíg og þar til suðurs. Annar þeirra er talinn vera í stórri úlpu, annað hvort rauðri eða appelsínugulri. Lögreglan er nú að ræða við nágranna og skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum.Lögreglan óskar eftir upplýsingum Þeir sem búa yfir upplýsingum um mennina, eða annað sem kann að varpa ljósi á brunann, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 9726@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöðufundur með hagsmunaaðilum Stöðufundur með öllum sem eiga hagsmuna að gæta vegna málsins fer fram á eftir en rannsakendur hafa ekki komist inn í húsið vegna hættu af hruni. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta í gærkvöldi og var íbúum ráðlagt að halda sig innan dyra þar sem vitað var um hættuleg efni inni í húsinu.Allt tiltækt slökkvilið kallað út Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. Milligólf og þak hússins eru úr strengjasteypu, sem getur skroppið saman í miklum hita, þannig að ekki var óhætt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið vegna hættu á hruni. Um klukkan fjögur í nótt var fækkað verulega í liðinu, enda var þá búið að ráða niðurlögum eldsins.Uppfært klukkan 11:28:Rétt í þessu var að berast tilkynning frá lögreglu vegna málsins en hana má lesa í heild hér fyrir neðan:Iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík er mjög illa farið eftir bruna í gærkvöld og nótt, en lögreglu barst tilkynning um eld í húsinu kl. 20.14 í gærkvöld. Strax var ljóst að um stórbruna var að ræða og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs kallað á vettvang. Unnið var við að slökkva eldinn fram á nótt, en íbúðir við Snorrabraut 35 og 35a voru rýmdar og leituðu íbúarnir skjóls hjá ættingjum og vinum, auk þess sem einhverjir gistu á farfuglaheimilinu í Laugardal. Rauði krossinn var kallaður til vegna þessa, en einnig var strætisvagn til staðar nærri vettvangi sem hægt var leita skjóls í. Fjarlægja þurfti nokkrar bifreiðar frá vettvangi og var dráttarbifreið kölluð til verksins. Rannsókn lögreglu á brunanum er hafin, en ekkert liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu. Ekki hefur enn þótt óhætt að fara inn í húsið, en lögreglan og slökkviliðið funda nú um málið og þá skýrist framhaldið frekar. Lögreglan leitar jafnframt upplýsinga um mannaferðir við og nærri Grettisgötu 87 í gærkvöld, en m.a. sást til ferða tveggja manna eftir að eld og reyks varð vart í húsinu en þeir virtust koma þaðan með einhverja hluti í farteskinu. Talið er að annar mannanna hafi haldið á flatskjá. Tveir aðrir menn, sem lögreglan óskar einnig eftir að ná tali af, sáust líka við húsið, en annar þeirra var klæddur stórrri, rauðri eða appelsínugulri úlpu, og gengu þeir út á Rauðarárstíg og síðan eftir honum í suðurátt. Þeir sem búa yfir upplýsingum um mennina, eða annað sem kann að varpa ljósi á brunann, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 9726@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Í iðnaðarhúsnæðinu að Grettisgötu 87 er rekin ýmis starfsemi, m.a. bifreiðaverkstæði og geymslur fyrir ferðavagna. Þá hafa listamenn aðstöðu í húsinu.Ekki er hægt að skilja við málið án þess að minnast á vegfarendur sem komu á vettvang í gærkvöld og virtu lokanir lögreglu að vettugi og trufluðu störf björgunaraðila. Slíkt er með öllu ólíðandi og raunar skammarlegt.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið enn að störfum á Grettisgötu en eldurinn hefur verið slökktur Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. 8. mars 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24
Slökkviliðið enn að störfum á Grettisgötu en eldurinn hefur verið slökktur Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. 8. mars 2016 07:00