Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 21:19 Boris Johnson er ósáttur við David Cameron. Vísir/Getty Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira