Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2016 22:17 Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir gætu spilað landsleik fyrir Færeyjar. vísir/eyþór "Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
"Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45