Fótbolti

Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Ingvi Traustason á blaðamannafundinum í dag.
Arnór Ingvi Traustason á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm
Arnór Ingvi Traustason hefur mikla trú á íslenska liðinu á EM en strákarnir okkar mæta Englandi í 16 liða úrslitum í Nice á mánudagskvöldið.

Litlu liðin hafa svolítið átt sviðið á þessu fótboltaári en fimm nýliðar eru á Evrópumótinu auk þess sem Leicester tók sig til og vann ensku úrvalsdeildina.

Eftir sigur Leicester á Englandi hefur orðatiltækið „að taka Leicester á þetta“ mikið verið notað heima á Íslandi, sérstaklega vegna árangurs Ólafsvíkur og fleiri smærri liða í Pepsi-deildinni.

Þó enskir fjölmiðlamenn sem sóttu blaðamannafund íslenska liðsins vissu ekkert um það var Arnór Ingvi spurður hvort íslenska liðið gæti gert eins og Leicester og jafnvel staðið uppi sem óvæntur meistari.

„Það gæti gerst, en við verðum að vinna England. Við einbeitum okkur að því núna.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.