Lars vísaði til Einstein og Emmi horfir á smáhund elta nashyrning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 09:22 Albert Einstein kom við sögu á blaðamannafundi í Annecy í morgun. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvernig liðið hagaði undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Englandi á mánudaginn, hvort hann ætti einhver brögð uppi í erminni. „Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar. Ég veit ekki hversu mikið þeir fá út úr því,“ sagði Lars. Hann sagði marga góða karaktera í íslenska hópnum og minntist á liðsfund á hótelinu í gær. „Nokkrir stigu fram og sögðust ekki vera saddir,“ sagði Lars. Allir væru að hjálpast að og framlag væri mikið á æfingum. Liðið væri ekki orðið satt og vildi sýna meira í sóknarleiknum. „Við tókum framfaraskref gegn Austurríki og viljum gera meira.“ Hér er smáhundur að elta nashyrning. Hvort þetta er myndin sem strákarnir eru með uppi á herbergi liggur ekki fyrir. Smáhundur að hlaupa á eftir nashyrningi Svíinn var spurður um dæmi um kvót sem hann nýtti á fundum með leikmönnum. Lars tók kvót frá Albert Einstein sem dæmi. „If you can’t explain it in a simple way, you don’t understand it well“ sem mætti þýða: „Ef þú getur ekki útskýrt eitthvað á einfaldan hátt þá hefurðu ekki góðan skilning á því.“ Theodór Elmar var spurður út í hvort einhver kvót væru sérstaklega eftirminnileg. Elmar minntist á kvótið í Einstein og bætti við að strákarnir væru með mynd á veggnum af litlum hundi að elta nashyrning sem uppskar bros hjá fundargestum. We are not the tiny dog! Its just a symbol for how far great attitude and courage can carry you.#fotbolti #EURO2016 pic.twitter.com/denxSctTIa— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) June 24, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvernig liðið hagaði undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Englandi á mánudaginn, hvort hann ætti einhver brögð uppi í erminni. „Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar. Ég veit ekki hversu mikið þeir fá út úr því,“ sagði Lars. Hann sagði marga góða karaktera í íslenska hópnum og minntist á liðsfund á hótelinu í gær. „Nokkrir stigu fram og sögðust ekki vera saddir,“ sagði Lars. Allir væru að hjálpast að og framlag væri mikið á æfingum. Liðið væri ekki orðið satt og vildi sýna meira í sóknarleiknum. „Við tókum framfaraskref gegn Austurríki og viljum gera meira.“ Hér er smáhundur að elta nashyrning. Hvort þetta er myndin sem strákarnir eru með uppi á herbergi liggur ekki fyrir. Smáhundur að hlaupa á eftir nashyrningi Svíinn var spurður um dæmi um kvót sem hann nýtti á fundum með leikmönnum. Lars tók kvót frá Albert Einstein sem dæmi. „If you can’t explain it in a simple way, you don’t understand it well“ sem mætti þýða: „Ef þú getur ekki útskýrt eitthvað á einfaldan hátt þá hefurðu ekki góðan skilning á því.“ Theodór Elmar var spurður út í hvort einhver kvót væru sérstaklega eftirminnileg. Elmar minntist á kvótið í Einstein og bætti við að strákarnir væru með mynd á veggnum af litlum hundi að elta nashyrning sem uppskar bros hjá fundargestum. We are not the tiny dog! Its just a symbol for how far great attitude and courage can carry you.#fotbolti #EURO2016 pic.twitter.com/denxSctTIa— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) June 24, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira