60 prósent EM-hópsins af mölinni Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2016 16:38 Kort sem fréttastofa útbjó til gamans. Vísir Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00
Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30
30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00