RSÍ: Úrskurðir kjararáðs til þess fallnir að gjöreyða sáttinni Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2016 15:33 Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið mikla reiði í samfélaginu. Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands sem og þá úrskurði sem hækkuðu laun afmarkaðra hópa umfram það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu segir að úrskurðir kjararáðs séu til þess fallnir að gjöreyða þeirri sátt í samfélaginu sem reynt hafi verið að móta á undanförnum árum með miklum átökum. Nauðsynlegt sé að árétta að öll ábyrgð á úrskurðum kjararáðs hvíli á Alþingi og alþingismönnum sjálfum. „Það getur ekki skapast sátt í samfélaginu um að laun þessara hópa sem nú fá launahækkun upp á allt að 75% frá árinu 2013 á sama tíma og almenningi er gert að sætta sig við 32% launahækkun og þar með talið með auknu framlagi til lífeyrismála frá sama tíma en þó til lengri tíma eða til ársins 2018. Hækkunin hjá alþingismönnum getur numið allt að 800.000 krónum á mánuði eða vel ríflega tvöföldum lágmarkslaunum rafiðnaðarmanns. Lífeyrisréttindi ráðherra hækka jafnframt gríðarlega samhliða þessari hækkun og er ekki í nokkrum takti við það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Öllum umræðum um innleiðingu nýs samningalíkans er með þessari ákvörðun sturtað niður í einu vetfangi og verður þeirri vinnu ekki haldið áfram á komandi árum að öðru óbreyttu. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ krefst þess að róttækar breytingar verði gerðar á kjararáði með það að markmiði að tengja ákvarðanir þess við raunveruleikann. Að öðrum kosti hlýtur að vera augljóst að kjarasamningum verði sagt upp í upphafi næsta árs með tilheyrandi óróleika og átökum,“ segir í tilkynningunni, en ráðstefnan var haldin á Selfossi dagana 3. og 4. nóvember 2016. Tengdar fréttir Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands sem og þá úrskurði sem hækkuðu laun afmarkaðra hópa umfram það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu segir að úrskurðir kjararáðs séu til þess fallnir að gjöreyða þeirri sátt í samfélaginu sem reynt hafi verið að móta á undanförnum árum með miklum átökum. Nauðsynlegt sé að árétta að öll ábyrgð á úrskurðum kjararáðs hvíli á Alþingi og alþingismönnum sjálfum. „Það getur ekki skapast sátt í samfélaginu um að laun þessara hópa sem nú fá launahækkun upp á allt að 75% frá árinu 2013 á sama tíma og almenningi er gert að sætta sig við 32% launahækkun og þar með talið með auknu framlagi til lífeyrismála frá sama tíma en þó til lengri tíma eða til ársins 2018. Hækkunin hjá alþingismönnum getur numið allt að 800.000 krónum á mánuði eða vel ríflega tvöföldum lágmarkslaunum rafiðnaðarmanns. Lífeyrisréttindi ráðherra hækka jafnframt gríðarlega samhliða þessari hækkun og er ekki í nokkrum takti við það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Öllum umræðum um innleiðingu nýs samningalíkans er með þessari ákvörðun sturtað niður í einu vetfangi og verður þeirri vinnu ekki haldið áfram á komandi árum að öðru óbreyttu. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ krefst þess að róttækar breytingar verði gerðar á kjararáði með það að markmiði að tengja ákvarðanir þess við raunveruleikann. Að öðrum kosti hlýtur að vera augljóst að kjarasamningum verði sagt upp í upphafi næsta árs með tilheyrandi óróleika og átökum,“ segir í tilkynningunni, en ráðstefnan var haldin á Selfossi dagana 3. og 4. nóvember 2016.
Tengdar fréttir Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08
Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00
Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45