Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Halldór Gunnar, Sverrir Bergmann og Friðrik Dór eru um þessar mundir að vinna að nýju Þjóðhátíðarlagi og er spennan mikil hjá þessari þrusu þrennu. vísir/Pjetur Tónlistarmaðurinn, Fjallabróðirinn og kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. „Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni og maður mun leggja sig allan fram. Það verður gaman að syngja með Sverri, þó svo að hann komist aðeins hærra en ég,“ segir Friðrik Dór léttur í lundu spurður út í verkefnið. „Mér líst geðveikt vel á þetta. Þetta er auðvitað pressa en ég hlakka mikið til,“ bætir Sverrir Bergmann við. Höfundur lagsins, Halldór Gunnar, samdi einnig lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012 og Sverrir Bergmann söng svo eftirminnilega en lagið er líklega eitt vinsælasta Þjóðhátíðarlag seinni ára. „Það er dásamlegur heiður að fá að gera þetta,“ segir Halldór Gunnar. „Það er auðvitað engin pressa á manni,“ bætir hann við og hlær dátt. „Ég fékk símtal frá Þjóðhátíðarnefnd fyrir áramót og var spurður hvort ég væri til í þetta. Ég hugsaði málið aðeins og stakk svo upp á þessum tveimur söngvurum,“ segir Halldór Gunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik Dór syngur Þjóðhátíðarlagið og segir Sverrir að það sé heldur betur kominn tími til að hann syngi það. „Okkur Dóra fannst löngu kominn tími á að Frikki syngi Þjóhátíðarlag. Þó hann sé mjög vinsæll þá finnst mér hann vera einn vanmetnasti tónlistarmaður landsins, hann á svo marga hittara og því löngu kominn tími á hann,“ bætir Sverrir við. Friðrik Dór segist vera fullur tilhlökkunar enda mikill Þjóðhátíðarmaður. „Ég hlakka mikið til. Mér finnst Þjóðhátíð vera mjög skemmtilegt fyrirbæri og finnst mjög gaman að fara. Eyjamenn eru líka höfðingjar heim að sækja,“ segir Friðrik Dór. Spurður hvort að nýja lagið verði eitthvað í líkingu við lagið frá 2012 hefur Halldór Gunnar þetta að segja: „Það væri hættulegt að fara gera annað svoleiðis lag. Ég ætla bara að einbeita mér að því að búa til gott lag. Ég hef alla vega mikla trú á að Frikki og Sverrir verði flottir saman,“ segir Halldór Gunnar. Hann sér þó ekki alfarið um lagsmíðina því hljómsveitin Albatross, sem er ný hljómsveit þeirra Halldórs Gunnars og Sverris Bergmann, mun gefa það út og sjá um að frumflytja það á Þjóðhátíð 2016. Albatross, sem stofnuð var í kringum síðustu áramót, er einmitt þessa dagana í hljóðveri að taka upp tónlist. „Við gerum ráð fyrir að gefa eitthvað út áður en við gefum út Þjóðhátíðarlagið,“ segir Sverrir. Halldór Gunnar og félagar eru um þessar mundir að koma sér í Þjóðhátíðarfílinginn en hann vill meina að það sé mikilvægt að komast í rétta fílinginn. „Lagið þarf að vera tilbúið í júní. Þannig að við erum með höfuðið í bleyti. Ég er þessa dagana að horfa á Þjóðhátíðarmyndböndin á netinu og reyni að horfa fram hjá snjónum, svo maður komist í gírinn,“ segir Halldór Gunnar og bætir við: „Ég samdi lagið Þar sem hjartað slær í desembermánuði. Ég var lokaður inni í gluggalausu herbergi með Þjóðhátíðarmyndböndin í gangi. Ég man hvað ég var skíthræddur þegar það lag kom út en ég er fullur tilhlökkunar að gera þetta aftur.“ Hlusta má á lagið sem Halldór Gunnar samdi fyrir Þjóðhátíð 2012 hér að neðan. Forsala á Þjóðhátíð hefst fimmtudaginn 25. febrúar á dalurinn.is. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, Fjallabróðirinn og kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. „Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni og maður mun leggja sig allan fram. Það verður gaman að syngja með Sverri, þó svo að hann komist aðeins hærra en ég,“ segir Friðrik Dór léttur í lundu spurður út í verkefnið. „Mér líst geðveikt vel á þetta. Þetta er auðvitað pressa en ég hlakka mikið til,“ bætir Sverrir Bergmann við. Höfundur lagsins, Halldór Gunnar, samdi einnig lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012 og Sverrir Bergmann söng svo eftirminnilega en lagið er líklega eitt vinsælasta Þjóðhátíðarlag seinni ára. „Það er dásamlegur heiður að fá að gera þetta,“ segir Halldór Gunnar. „Það er auðvitað engin pressa á manni,“ bætir hann við og hlær dátt. „Ég fékk símtal frá Þjóðhátíðarnefnd fyrir áramót og var spurður hvort ég væri til í þetta. Ég hugsaði málið aðeins og stakk svo upp á þessum tveimur söngvurum,“ segir Halldór Gunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik Dór syngur Þjóðhátíðarlagið og segir Sverrir að það sé heldur betur kominn tími til að hann syngi það. „Okkur Dóra fannst löngu kominn tími á að Frikki syngi Þjóhátíðarlag. Þó hann sé mjög vinsæll þá finnst mér hann vera einn vanmetnasti tónlistarmaður landsins, hann á svo marga hittara og því löngu kominn tími á hann,“ bætir Sverrir við. Friðrik Dór segist vera fullur tilhlökkunar enda mikill Þjóðhátíðarmaður. „Ég hlakka mikið til. Mér finnst Þjóðhátíð vera mjög skemmtilegt fyrirbæri og finnst mjög gaman að fara. Eyjamenn eru líka höfðingjar heim að sækja,“ segir Friðrik Dór. Spurður hvort að nýja lagið verði eitthvað í líkingu við lagið frá 2012 hefur Halldór Gunnar þetta að segja: „Það væri hættulegt að fara gera annað svoleiðis lag. Ég ætla bara að einbeita mér að því að búa til gott lag. Ég hef alla vega mikla trú á að Frikki og Sverrir verði flottir saman,“ segir Halldór Gunnar. Hann sér þó ekki alfarið um lagsmíðina því hljómsveitin Albatross, sem er ný hljómsveit þeirra Halldórs Gunnars og Sverris Bergmann, mun gefa það út og sjá um að frumflytja það á Þjóðhátíð 2016. Albatross, sem stofnuð var í kringum síðustu áramót, er einmitt þessa dagana í hljóðveri að taka upp tónlist. „Við gerum ráð fyrir að gefa eitthvað út áður en við gefum út Þjóðhátíðarlagið,“ segir Sverrir. Halldór Gunnar og félagar eru um þessar mundir að koma sér í Þjóðhátíðarfílinginn en hann vill meina að það sé mikilvægt að komast í rétta fílinginn. „Lagið þarf að vera tilbúið í júní. Þannig að við erum með höfuðið í bleyti. Ég er þessa dagana að horfa á Þjóðhátíðarmyndböndin á netinu og reyni að horfa fram hjá snjónum, svo maður komist í gírinn,“ segir Halldór Gunnar og bætir við: „Ég samdi lagið Þar sem hjartað slær í desembermánuði. Ég var lokaður inni í gluggalausu herbergi með Þjóðhátíðarmyndböndin í gangi. Ég man hvað ég var skíthræddur þegar það lag kom út en ég er fullur tilhlökkunar að gera þetta aftur.“ Hlusta má á lagið sem Halldór Gunnar samdi fyrir Þjóðhátíð 2012 hér að neðan. Forsala á Þjóðhátíð hefst fimmtudaginn 25. febrúar á dalurinn.is.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira