Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hálfleik hjá Molde í norsku úrvalsdeildinni í dag og lagði upp sigurmark leiksins, 2-1, sjö mínútum síðar.
Stoðsendingin hjá Eiði Smára var virkilega snotur en hann ýtti boltanum á ferðinni inn fyrir vörn Bodö þar sem Per Egil Flo tók við boltanum og kom honum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki heimamanna.
Ole Gunnar Solskjær var virkilega ánægður með innkomu Eiðs Smára í leiknum og stoðsendinguna sem hann sagði að hefði verið frábær.
Myndband af stoðsendingunni með norskri lýsingu má sjá hér að ofan. Birt með góðfúslegu leyfi TV2 í Noregi.
Sjáðu fallega stoðsendingu Eiðs Smára | Myndband
Tengdar fréttir

Eiður Smári lagði upp sigurmark Molde gegn Hannesi
Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp sigurmark Molde í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Solskjær heldur áfram að lofa Eið Smára: „Ekki margir sem gera það sem hann gerir“
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn af bekknum og lagði upp sigurmark Molde.