Fleiri árásir voru í bígerð Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. mars 2016 07:00 Sprengjueyðingarsveit lögreglunnar í Brussel vinnur að því að eyðileggja sprengibúnað í bakpoka á sporvagnsstöð skammt frá Meiser-torgi. Nordicphotos/AFP Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP
Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25
Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16
Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50