Veðrið hefur verið slæmt í Peking undanfarna daga og tóku því mótshaldarar í samstarfi við ensku félögin þá ákvörðun að aflýsa leiknum sem eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir fjölmarga stuðningsmenn liðanna í Kína.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var áður búinn að kvarta yfir vellinum sem hann sagði vera mjög slæman en liðið hefur lent í ýmsu undanfarna daga í Kína. Flugvél liðsins þurfti að nauðlenda í Kína vegna veðurs og svo þurfti að fresta blaðamannafundi vegna mikils hita í Peking.
United tapaði 4-1 fyrir Dortmund í fyrsta leik liðsins í ICC-mótinu en Manchester City átti að spila sinn fyrsta leik í dag. Þessi þrjú lið taka þátt í þeim hluta mótsins sem fram fer í Kína.
Leikurinn átti að vera í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 11.30 en augljóslega verður ekkert af því.
Due to recent weather events, tournament organisers & participating clubs have decided to cancel tonight's International Champions Cup game.
— Manchester United (@ManUtd) July 25, 2016