Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2016 10:30 Viðar Örn Kjartansson er farinn til Svíþjóðar. vísir/afp Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, var á dögunum keyptur frá kínverska liðinu Jiangsu Suning til Malmö í Svíþjóð og landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen færði sig niður í B-deildina í Kína frá sama liði. Jiangsu ætlar sér stóra hluti á næstu árum og nýtti sér plássin sem opnuðust með brotthvarfi Íslendinga með því að kaupa sér tvær stjörnur fyrir fúlgur fjár. Suning byrjaði á því að borga 28 milljónir evra fyrir Ramires sem kom frá Chelsea og sló svo félagaskiptametið í Kína öðru sinni á örfáum dögum þegar það borgaði 50 milljónir evra fyrir Brasilíumanninn Alex Teixeira frá Shakhtar. „Peningarnir í kínverska fótboltanum eru endalausir og þeir eru vanir miklu hærri upphæðum en í flestum deildum í Evrópu. Þeir áttu mikinn pening fyrir en fyrir stuttu keypti nýtt fyrirtæki liðið og það er moldríkt,“ segir Viðar Örn um sitt gamla félag í viðtali við Fótbolti.net. Þjálfari Jiangsu er fyrrverandi rúmenski landsliðsmaðurinn Dan Petrescu og virðist sem svo að hann fái lítið að vita hverjir eru keyptir og seldir. „Ég bara vissi að það yrðu fengnir fullt af leikmönnum til Jiangsu. Þjálfarinn hafði ekki hugmynd um það og frétti það síðastur þegar ég var að fara. Hann hélt að ég yrði áfram en mér fannst ég þurfa að fara til Evrópu að spila,“ segir Viðar Örn. Peningarnir í kínverska boltanum virðast endalausir þessa stundina en félagaskiptametið var slegið fjórum sinnum á árinu og þar eru menn ekki hættir. Tim Cahill, landsliðsmaður Ástralíu sem spilar með Shanghai Shenhua, segir að það styttist í að kínverskt lið borgi 100 milljónir dollara fyrir leikmann. Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, var á dögunum keyptur frá kínverska liðinu Jiangsu Suning til Malmö í Svíþjóð og landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen færði sig niður í B-deildina í Kína frá sama liði. Jiangsu ætlar sér stóra hluti á næstu árum og nýtti sér plássin sem opnuðust með brotthvarfi Íslendinga með því að kaupa sér tvær stjörnur fyrir fúlgur fjár. Suning byrjaði á því að borga 28 milljónir evra fyrir Ramires sem kom frá Chelsea og sló svo félagaskiptametið í Kína öðru sinni á örfáum dögum þegar það borgaði 50 milljónir evra fyrir Brasilíumanninn Alex Teixeira frá Shakhtar. „Peningarnir í kínverska fótboltanum eru endalausir og þeir eru vanir miklu hærri upphæðum en í flestum deildum í Evrópu. Þeir áttu mikinn pening fyrir en fyrir stuttu keypti nýtt fyrirtæki liðið og það er moldríkt,“ segir Viðar Örn um sitt gamla félag í viðtali við Fótbolti.net. Þjálfari Jiangsu er fyrrverandi rúmenski landsliðsmaðurinn Dan Petrescu og virðist sem svo að hann fái lítið að vita hverjir eru keyptir og seldir. „Ég bara vissi að það yrðu fengnir fullt af leikmönnum til Jiangsu. Þjálfarinn hafði ekki hugmynd um það og frétti það síðastur þegar ég var að fara. Hann hélt að ég yrði áfram en mér fannst ég þurfa að fara til Evrópu að spila,“ segir Viðar Örn. Peningarnir í kínverska boltanum virðast endalausir þessa stundina en félagaskiptametið var slegið fjórum sinnum á árinu og þar eru menn ekki hættir. Tim Cahill, landsliðsmaður Ástralíu sem spilar með Shanghai Shenhua, segir að það styttist í að kínverskt lið borgi 100 milljónir dollara fyrir leikmann.
Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Sjá meira