Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir mætast í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í morgun.
Wolfsburg, lið Söru Bjarkar, er eitt það besta í Evrópu en það tapaði úrslitaleiknum í maí fyrr á þessu ári. Eskilstuna, sem Glódís leikur með, hafnaði í öðru sæti á eftir Rosengård í Svíþjóð á síðustu leiktíð en Sara spilaði þá með sænska liðinu.
Svíþjóðarmeistarar Rosengård, sem slógu Breiðablik úr keppni í 32 liða úrslitum, mæta Slavia Prag frá Tékklandi.
Leikirnir fara fram 9.-17. nóvember.
Drátturinn í 16 liða úrslitum:
Paris Saint-Germain - BIIK Kazygurt
Barcelona - Twente
Slavia Prag - Rosengård
Manchester City - Bröndby
Brescia - Fortuna Hjörring
Lyon - Zürich
Eskilstuna - Wolfsburg
Rossijanka - Bayern München
