Hryðjuverkin í Brussel hafa áhrif á margt í borginni og líka á belgíska landsliðið.
Það hefur nú verið hætt við æfingu landsliðsins í Brussel í dag enda óvissan í borginni algjör eftir atburði morgunsins.
Það þykir ekki óhætt að æfa enda gæti landsliðið vel verið skotmark hryðjuverkamanna.
Samkvæmt fréttum Sky þá hafa að minnsta kosti 13 manns látist og yfir 30 eru slasaðir eftir sprengingarnar í morgun.
Til stendur að Belgía spili gegn Portúgal í Brussel eftir viku en sá leikur er í uppnámi eins og staðan er núna.
Belgíska landsliðið frestar æfingu í Brussel
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
