403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá 2004 Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2016 15:15 Frá árásunum í París í nóvember. Vísir/AFP Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn. Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn.
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira