Puttaferðalangur fékk ekki far í fjóra daga og brjálaðist Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2016 10:23 Það getur verið erfitt að ferðast á puttanum líkt og franskur ferðalangur fékk að kynnast. Vísir/Getty Að ferðast á puttanum getur bæðið verið spennandi og skemmtilegt en einnig pirrandi og tímafrekt. Franski puttaferðalangurinn Cedric Claude Rene Rault-Verpre fékk að kynnast því síðara á Nýja-Sjálandi á dögunum sem endaði með því að hann brjálaðist og var handtekinn fyrir að ráðast á skilti. Cedric var staddur í smábænum Punakaiki á vesturströnd Suðureyju Nýja-Sjálands og freistaði þess að fá far úr bænum. Honum varð hins vegar ekkert ágengt í þeim efnum í fjóra daga í röð og virðist ekki hafa verið neitt sérstaklega sáttur með það. Vitni segja hann hafa ráðist á skilti, hent einu slíku út í á auk þess sem hann hreytti ókvæðisorðum að íbúum bæjarins. Þetta fór ekki vel ofan í þá sem byggja þennan litla bæ og var kvartað til lögreglu sem handtók Claude og kærði hann fyrir skemmdir á almannaeign.French hitchhiker in court after waiting four days for lift on West Coast https://t.co/VUtOj3vwEz pic.twitter.com/X7wxaG06AR— nzherald (@nzherald) September 19, 2016 Cedric sagðist fyrir rétti vera hneykslaður á ógestrisni Nýsjálendinga og að enginn hafi boðið honum vatn á meðan hann beið í fjóra daga. Hvatti hann Nýsjálendinga til þess að breyta nafni ríkisins í Nasista-Sjáland, fremur en Nýja-Sjáland. Lögregla segir að hefði hann labbað af stað í stað þess að bíða í fjóra daga hefði hann getað komist 220 kílómetra. Ljóst er að reynslan hefur sett svartan blett á ferðalag Claude sem er ólíklegur til þess að snúa aftur til Nýja-Sjálands. „Ég hef komið til 80 landa,“ sagði Cedric sem virðist jafnframt ekki vera hrifinn af Bandaríkjunum. „Versti Bandaríkjamaðurinn er ekki jafn mikið fífl og Nýsjálendingur.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Að ferðast á puttanum getur bæðið verið spennandi og skemmtilegt en einnig pirrandi og tímafrekt. Franski puttaferðalangurinn Cedric Claude Rene Rault-Verpre fékk að kynnast því síðara á Nýja-Sjálandi á dögunum sem endaði með því að hann brjálaðist og var handtekinn fyrir að ráðast á skilti. Cedric var staddur í smábænum Punakaiki á vesturströnd Suðureyju Nýja-Sjálands og freistaði þess að fá far úr bænum. Honum varð hins vegar ekkert ágengt í þeim efnum í fjóra daga í röð og virðist ekki hafa verið neitt sérstaklega sáttur með það. Vitni segja hann hafa ráðist á skilti, hent einu slíku út í á auk þess sem hann hreytti ókvæðisorðum að íbúum bæjarins. Þetta fór ekki vel ofan í þá sem byggja þennan litla bæ og var kvartað til lögreglu sem handtók Claude og kærði hann fyrir skemmdir á almannaeign.French hitchhiker in court after waiting four days for lift on West Coast https://t.co/VUtOj3vwEz pic.twitter.com/X7wxaG06AR— nzherald (@nzherald) September 19, 2016 Cedric sagðist fyrir rétti vera hneykslaður á ógestrisni Nýsjálendinga og að enginn hafi boðið honum vatn á meðan hann beið í fjóra daga. Hvatti hann Nýsjálendinga til þess að breyta nafni ríkisins í Nasista-Sjáland, fremur en Nýja-Sjáland. Lögregla segir að hefði hann labbað af stað í stað þess að bíða í fjóra daga hefði hann getað komist 220 kílómetra. Ljóst er að reynslan hefur sett svartan blett á ferðalag Claude sem er ólíklegur til þess að snúa aftur til Nýja-Sjálands. „Ég hef komið til 80 landa,“ sagði Cedric sem virðist jafnframt ekki vera hrifinn af Bandaríkjunum. „Versti Bandaríkjamaðurinn er ekki jafn mikið fífl og Nýsjálendingur.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira