Puttaferðalangur fékk ekki far í fjóra daga og brjálaðist Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2016 10:23 Það getur verið erfitt að ferðast á puttanum líkt og franskur ferðalangur fékk að kynnast. Vísir/Getty Að ferðast á puttanum getur bæðið verið spennandi og skemmtilegt en einnig pirrandi og tímafrekt. Franski puttaferðalangurinn Cedric Claude Rene Rault-Verpre fékk að kynnast því síðara á Nýja-Sjálandi á dögunum sem endaði með því að hann brjálaðist og var handtekinn fyrir að ráðast á skilti. Cedric var staddur í smábænum Punakaiki á vesturströnd Suðureyju Nýja-Sjálands og freistaði þess að fá far úr bænum. Honum varð hins vegar ekkert ágengt í þeim efnum í fjóra daga í röð og virðist ekki hafa verið neitt sérstaklega sáttur með það. Vitni segja hann hafa ráðist á skilti, hent einu slíku út í á auk þess sem hann hreytti ókvæðisorðum að íbúum bæjarins. Þetta fór ekki vel ofan í þá sem byggja þennan litla bæ og var kvartað til lögreglu sem handtók Claude og kærði hann fyrir skemmdir á almannaeign.French hitchhiker in court after waiting four days for lift on West Coast https://t.co/VUtOj3vwEz pic.twitter.com/X7wxaG06AR— nzherald (@nzherald) September 19, 2016 Cedric sagðist fyrir rétti vera hneykslaður á ógestrisni Nýsjálendinga og að enginn hafi boðið honum vatn á meðan hann beið í fjóra daga. Hvatti hann Nýsjálendinga til þess að breyta nafni ríkisins í Nasista-Sjáland, fremur en Nýja-Sjáland. Lögregla segir að hefði hann labbað af stað í stað þess að bíða í fjóra daga hefði hann getað komist 220 kílómetra. Ljóst er að reynslan hefur sett svartan blett á ferðalag Claude sem er ólíklegur til þess að snúa aftur til Nýja-Sjálands. „Ég hef komið til 80 landa,“ sagði Cedric sem virðist jafnframt ekki vera hrifinn af Bandaríkjunum. „Versti Bandaríkjamaðurinn er ekki jafn mikið fífl og Nýsjálendingur.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Að ferðast á puttanum getur bæðið verið spennandi og skemmtilegt en einnig pirrandi og tímafrekt. Franski puttaferðalangurinn Cedric Claude Rene Rault-Verpre fékk að kynnast því síðara á Nýja-Sjálandi á dögunum sem endaði með því að hann brjálaðist og var handtekinn fyrir að ráðast á skilti. Cedric var staddur í smábænum Punakaiki á vesturströnd Suðureyju Nýja-Sjálands og freistaði þess að fá far úr bænum. Honum varð hins vegar ekkert ágengt í þeim efnum í fjóra daga í röð og virðist ekki hafa verið neitt sérstaklega sáttur með það. Vitni segja hann hafa ráðist á skilti, hent einu slíku út í á auk þess sem hann hreytti ókvæðisorðum að íbúum bæjarins. Þetta fór ekki vel ofan í þá sem byggja þennan litla bæ og var kvartað til lögreglu sem handtók Claude og kærði hann fyrir skemmdir á almannaeign.French hitchhiker in court after waiting four days for lift on West Coast https://t.co/VUtOj3vwEz pic.twitter.com/X7wxaG06AR— nzherald (@nzherald) September 19, 2016 Cedric sagðist fyrir rétti vera hneykslaður á ógestrisni Nýsjálendinga og að enginn hafi boðið honum vatn á meðan hann beið í fjóra daga. Hvatti hann Nýsjálendinga til þess að breyta nafni ríkisins í Nasista-Sjáland, fremur en Nýja-Sjáland. Lögregla segir að hefði hann labbað af stað í stað þess að bíða í fjóra daga hefði hann getað komist 220 kílómetra. Ljóst er að reynslan hefur sett svartan blett á ferðalag Claude sem er ólíklegur til þess að snúa aftur til Nýja-Sjálands. „Ég hef komið til 80 landa,“ sagði Cedric sem virðist jafnframt ekki vera hrifinn af Bandaríkjunum. „Versti Bandaríkjamaðurinn er ekki jafn mikið fífl og Nýsjálendingur.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira