Mourinho í átta eða tíu ár í viðbót hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 09:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. Vísir/Getty Enskir fjölmiðlar slá því upp í morgun að Jose Mourinho verði væntanlega knattspyrnustjóri Manchester United út þennan áratug og gott betur. Bæði Daily Mirror og The Daily Star eru með löng framtíðarplön United með Mourinho á forsíðum sínum í dag. Daily Mirror skrifar um að United vilji Mourinho verði á Old Trafford næstu tíu árin en The Daily Star segir átta ár. Manchester United á annars flestar fyrirsaganirnir þennan miðvikudagsmorgun. Liðið fékk á sig mikla gagnrýni í nóvember en hefur núna unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og allt lítur miklu betur út. The Sun slær því aftur á móti upp að Manchester United ætli að kaupa franska framherjann Antoine Griezmann frá Atletico Madrid fyrir 60 milljónir punda. Manchester United er þrettán stigum á eftir toppliði Chelsea og fjórum stigum frá sæti í Meistaradeildinni en liðið hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni síðan 23. október. United steinlá þá 4-0 á móti Chelsea á Stamford Bridge en það er eina tapið í síðustu tólf deildarleikjum. Liðið gerði reyndar sex jafntefli í átta deildarleikjum frá 2. október til 4. desember en hefur loksins náð að klára leiki sína að undanförnu. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í haust og hefur ítrekað talað um að hann þurfi tíma og nokkra félagsskiptaglugga til þess að búa til gott lið. Samkvæmt fréttum morgundagsins þá lítur út fyrir að hann fái þann tíma. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af forsíðum ensku blaðanna í morgun. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Enskir fjölmiðlar slá því upp í morgun að Jose Mourinho verði væntanlega knattspyrnustjóri Manchester United út þennan áratug og gott betur. Bæði Daily Mirror og The Daily Star eru með löng framtíðarplön United með Mourinho á forsíðum sínum í dag. Daily Mirror skrifar um að United vilji Mourinho verði á Old Trafford næstu tíu árin en The Daily Star segir átta ár. Manchester United á annars flestar fyrirsaganirnir þennan miðvikudagsmorgun. Liðið fékk á sig mikla gagnrýni í nóvember en hefur núna unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og allt lítur miklu betur út. The Sun slær því aftur á móti upp að Manchester United ætli að kaupa franska framherjann Antoine Griezmann frá Atletico Madrid fyrir 60 milljónir punda. Manchester United er þrettán stigum á eftir toppliði Chelsea og fjórum stigum frá sæti í Meistaradeildinni en liðið hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni síðan 23. október. United steinlá þá 4-0 á móti Chelsea á Stamford Bridge en það er eina tapið í síðustu tólf deildarleikjum. Liðið gerði reyndar sex jafntefli í átta deildarleikjum frá 2. október til 4. desember en hefur loksins náð að klára leiki sína að undanförnu. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í haust og hefur ítrekað talað um að hann þurfi tíma og nokkra félagsskiptaglugga til þess að búa til gott lið. Samkvæmt fréttum morgundagsins þá lítur út fyrir að hann fái þann tíma. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af forsíðum ensku blaðanna í morgun.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira