Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:47 Lögregla hefur aukið eftirlit á götum Berlínar í kjölfar árásarinnar. Vísir/AFP Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42