Íranir senda Sádum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 23:45 Hassan Rouhani, forseti Íran. Frá mótmælum í Íran vegna aftöku Al-Nimr. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira