Kennarar íhuga uppsagnir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2016 18:45 Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08
Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00
Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56